Í gær fór fram úthlutun styrkja frá Menningarráði Suðurlands en afhendingin fór fram í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum. Í ár barst ráðinu 146 umsóknir um styrki upp á 128 milljónir en úthlutað var til 105 aðila, samtals rúmlega 34 milljónum. Við afhendingu styrkjanna var opnaður Sigmundsvefurinn, www.sigmund.is en þar er að finna um tíu þúsund teikningar Sigmund Jóhannssonar sem birtust í Morgunblaðinu.