Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt sitt ársþing s.l. miðvikudagskvöld. Auk hefðbundinna þingstarfa spunnust umræður um starfemi ÍSÍ, en sérstakir gestir á þinginu voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir stjórnarmaður ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sambandsins. Þá voru samþykktar tvær ályktanir er varða ferðasjóðinn og íþróttafulltrúa Vestmannaeyjabæjar.