Á óvissutímum líkt og nú eru í íslensku samfélagi myndast jarðvegur fyrir alls kyns hugmyndir að breytingum. Í ljósi þessa dustaði Samfylkingin rykið af fyrningarleiðinni, kosningamáli sínu frá 2003 sem gengur út á það að allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum. VG keyrði sína kosningabaráttu á svipaðri leið.