ÍBV hóf tímabilið á tapi á útivelli í Pepsí deild karla í kvöld en lokatölur leiksins urðu 2:0 Fram í vil. Leikurinn var í járnum allan tímann en Eyjamenn léku einum leikmanni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar. Þrátt fyrir það tókst heimamönnum að skora tvö mörk á síðustu þrettán mínútum leiksins.