Málefni hanans, sem býr í góðu yfirlæti í miðjum Vestmannaeyjabæ er hvergi lokið en í síðustu viku var sagt frá því að nágranni hafi kvartað undan hanagalinu eldsnemma morguns. Lögreglu berast enn kvartanir og krefst nágranninn nú þess að þaggað verði niður í hananum og vísar til lögreglusamþykktar um búfjárhald. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.