Nú berast daglega fréttir af hverjir koma til með að koma fram á Þjóðhátíðinni. Um helgina var greint frá því að hljómsveitin Land og synir muni koma fram en fáir fá jafn miklar undirtektir og þeir þegar þeir leika lagið Lífið er yndislegt. Sveitin mun spila á sunnudagskvöldinu.