Undirritaður hefur verið samningur milli ÍBV og VÍS þess efnist að VÍS mun verða styrktaraðili ÍBV fyrir komandi tímabil. Markmið VÍS er að að leggja sitt af mörkum til að styðja ÍBV til góðra verka á vellinum í sumar svo að Vestmannaeyingar fái notið þess að styðja ÍBV í deild þeirra bestu sem lengst áfram enda þar sem ÍBV á heima.