Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sem fram fór í gær, fór m.a. fram fyrri umræða um ársreikninga bæjarins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fór yfir reikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðu þeirra. Gunnlaugur Grettisson, forseti las svo upp niðurstöðutölur reikningsins og stofnana hans sem má lesa hér að neðan. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að vísa reikningunum til annarrar umræðu.