Golfklúbbur Hveragerðis hefur ráðið Þuríði Gísladóttur viðskiptafræðing í starf framkvæmdastjóra. Þuríður, sem hefur setið í stjórn klúbbsins sem gjaldkeri frá árinu 2007, hefur víðtæka reynslu af ýmiskonar rekstri. Með ráðningunni vill stjórnin efla starfsemi klúbbsins enn frekar.