Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva leggst eindregið gegn öllum tillögum og hugmyndum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna um svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi og öllum fiskveiðiheimildum á næstu tveimur áratugum. Slíkt skapi atvinnuóöryggi fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og skapi óöryggi í rekstri fyrirtækjanna sjálfra og sveitarfélaga. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem má lesa hér að neðan.