Andri Ólafsson, miðjumaðurinn sterki í liði ÍBV og fyrirliði liðsins er á því að Eyjamenn þurfi bara að einbeita sér að sínum leik í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki. „Þetta eru ungir strákar í Breiðablik og sýndu það í fyrstu umferðinni að þeir geta spilað fótbolta. Við hugsum hins vegar ekkert út í þeirra leik, einbeitum okkur að okkar leik og ætlum okkur að vinna fyrstu stigin í sumar.“