Vegna bilunar í prentsmiðjunni Eyjaprent, frestast útgáfa vikublaðsins Frétta um einn dag eða svo. Von er á varahlutum í prentvélina með flugi í fyrramálið og koma Fréttir þá væntanlega út eftir hádegi á morgun, fimmtudag.