Næstkomandi laugardag mun fara fram góðgerðarleikur í knattspyrnu þar sem færeyskt old boys lið mun mæta íslenska old boys liðinu Carl. IFC eða Carl er nýtt félag hér á landi en í því spila tveir Eyjamenn, þeir Rútur Snorrason og Tómas Ingi Tómasson, auk þess sem Sverrir Sverrisson, fyrrum leikmaður ÍBV leikur með liðinu. Í færeyska liðinu er svo Alan Mörköre, sem lék með ÍBV í nokkur ár.