Í kvöld verður fyrsti heimaleikur ÍBV í Pepsí deild karla þegar Eyjamenn taka á móti Breiðabliki. Liðin hófu leiktíðina á ólíkan hátt, ÍBV tapaði á útivelli fyrir Fram 2:0 á meðan Breiðablik lagði Þrótt að velli 2:1. Leikur liðanna fer fram á iðagrænum og fallegum Hásteinsvelli og hefst klukkan 19.15.