ÍBV tapaði öðrum leik sínum í Pepsídeild karla þegar liðið tók á móti Breiðabliki í kvöld. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru vægast sagt slæmar, austan rokið stóð á annað markið og hafði mikil áhrif á leikinn. Eyjamenn léku gegn vindinum í fyrri hálfleik og léku oft á tíðum vel, án þess þó að skapa sér færi. En síðari hálfleikur var slakur, Blikar skoruðu mark sem lyktaði illilega af rangstöðu og urðu lokatölur 0:1.