Motormax. fyrirtæki í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og búið er að skipa skiptastjóra yfir þrotabú félagsins. Verslun Mótormax verður í kjölfarið lögð niður og rekstri félagsins hætt. Við gjaldþrotið munu um 20 manns missa vinnuna.