Á laugardaginn verður haldið svokallað Stöðvamót í golfi í Vestmannaeyjum. Styrktaraðilar mótsins eru Vinnslustöðin og Ísfélagið en mótið hefst klukkan níu um morguninn. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Auk þess verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar, nándarverðlaun á 7., 12. og 17. flöt. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum en 28 hjá konum.