Laugardaginn 23. maí nk. gerist það aftur. Vegna fjölda áskorana og frábærra viðtaka á síðasta ári verður leikurinn endurtekinn og toppaður. Popphljómsveitin Tríkot og og Lúðrasveit Vestmanna blása í herlúðra og efna til tónleika á ný þann 23. maí. Þeim til aðstoðar verða einnig félagar úr Lúðrasveit Verkalýðsins. Alls verða því rúmlega 60 manns á sviðinu og verða flutt lög úr öllum áttum t.a.m. frá Queen, Robbie Williams, Frank Sinatra, Bítlunum, Focus, Björgvini Halldórs og fleiri frábærum listamönnum.