Mig langar að þakka Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni fyrir ágætis orð í Fréttum. Það er alltaf gott að vita til þessa að menn hugsi fallega til Eyjanna og hafi taugar til atvinnulífsins hér, virðast jafnvel vilja gera allt sem þeir geta til að efla það og hugsi með hryllingi til fyrningarleiðar kvótakerfisin sem mikið er í umræðunni þessa dagana. Ég vil hvetja Gunnlaug og aðra útgerðarmenn til dáða í báráttu þeirra gegn þessari stefnu stjórnvalda.