Hljómsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja verða með tónleika í Höllinni 23. maí næstkomandi og verða þeir með svipuðu sniði og í fyrra. Þá sóttu rúmlega fjögur hundruð manns tónleikana og vöktu þeir mikla lukku meðal tónleikagesta.