Um helgina var fyrsta hlassinu sturtað í fjöruna í Landeyjunum fyrir fyrirhugaða Landeyjahöfn. Áætlað er að mynd verði komin á garðana þegar veturinn gengur í garð en um er að ræða tvo brimvarnagarða sem munu hvor um sig verða um 600 metra langir. Í verkið þarf á aðra milljón rúmmetra af fyllingarefni en unnið verður við framkvæmdina allan sólarhringinn.