Nú er sá tími genginn í garð þegar Eyjamenn fara til eggja en fyrst og fremst er sóst eftir fýls- og svartfuglseggjum. Helliseyingar fóru í sína eyju um helgina og var afraksturinn nokkuð góður, stór og falleg fýlsegg. Þeir sögðust hafa komið við í Suðurey í leiðinni til að kanna ástandið þar en sögðu að þar væri aðeins að sjá örverpi.