Undirbúningur vegna Goslokahátíðarinnar í sumar er hafinn en hátíðin verður haldin 3. til 5. júlí. Í fréttatilkynningu frá undirbúningshópi hátíðarinnar kemur fram að til standi að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin er þó ekki fullmótuð og er óskað eftir hugmyndum að eða framlögum í dagskránna. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan.