Í kvöld og á morgun verða allra, allra síðustu sýningar leikritsins Rokkubusku sem Leikfélag Vestmannaeyja og leikhópurinn Gleðigjafarnir sýna. Óhætt er að segja að verkið hafi slegið í gegn en upphaflega var áætlað að sýna einu sinni, hugsanlega tvisvar. Sýningarnar í vikunni eru hins vegar sjötta og sjöunda sýningin og hefur oftar en ekki verið fullt í sal leikfélagsins.