Það bar helst til tíðinda hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að brotist var inn á veitingastaðinn Kaffi María í miðbænum og þaðan stolið áfengi, líklega tveimur flöskum af Bacardi Breezer Lime. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Þá fylgdist lögregla með ungmennum sem fögnuðu próflokum í 10. bekk í Hrafnaklettum undir Helgafelli. Einhver ölvun var á svæðinu en engin alvarleg mál komu upp. Dagbókarfærslu lögreglunnar má lesa hér að neðan.