Sveitarstjórn Gerðahrepps ákvað á fundi sínum í dag, að ráða Ásmund Friðriksson, fyrrverandi fiskverkanda í Eyjum, sem sveitarstjóra hreppsins. Er Ási ráðinn úr hópi um 50 umsækjenda. Ásmundur hefur undafarið búið í Reykjanesbæ og starfað þar sem verkefnastjóri hjá bæjarfélaginu. En nú verður breyting á.