Farþegaskipið Herjólfur tók aukakrók á siglingu sinni til Eyja í gærkvöldi og kom við þar sem nú er verið að reisa nýja höfn í Bakkafjöru, Landeyjahöfn. Allt bendir til að skipið verði notað til siglinga í hina nýju höfn en þeir Guðmundur H. Bjarnason tók myndir úr landi og Óskar Pétur Friðriksson af sjó. Nánar er fjallað um framkvæmdir í Bakkafjöru, siglingu Herjólfs og þá sem fyrstir sigldu inn fyrir hafnargarðana í Landeyjahöfn í Fréttum. Fleiri myndir má sjá hér að neðan.