Bæjarfulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Vestmannaeyja sendu frá sér í kvöld yfirlýsingu varðandi viðbrögð þingmanna Samfylkingarinnar við ályktunum sveitastjórna víðs vegar um landið um fyrningaleið í sjávarútvegi. Þingmenn hafa haldið því fram að sveitastjórnarmenn séu í sérhagsmunagæslu fyrir útgerðarmenn en bæjarfulltrúar meirihlutans vísa því til föðurhúsanna og segja málflutning þingmannanna lágkúrlega leið til að draga fjöður yfir vondan málstað. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.