Nú er undirbúningur tónleika Tríkot og Lúðró á lokastigi. Þetta er annað árið í röð sem stuðsveitin frá Vestmannaeyjum tekur höndum saman með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Verkalýðsins við tónleikahald en tónleikarnir fyrir ári síðan þótti einstaklega vel heppnaðir. Ekki stefnir í minni tónleika í umfangi, búið er að fjölga lúðrum og gestasöngvurum þannig að enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum annað kvöld.