Nú eru skemmtiferðaskipin farin að venja komur sínar til Vestmannaeyja en í sumar koma alls níu skip, þar af kemur eitt þeirra þrívegis og tvö tvívegis. Þrettán sinnum mun því bærinn fyllast af forvitnum ferðamönnum í sumar. Tvö skip hafa þegar lagst að bryggju, Funchal kom 16. maí og norska skipið Fram stuttu síðar. Í morgun sigldi svo hið glæsilega Voyager við Vestmannaeyjar en gat ekki hleypt farþegum til Eyja vegna sjólags.