Í dag, klukkan 14.00 taka Eyjamenn á móti KR á Hásteinsvellinum. ÍBV er enn án stiga og án marka en KR-ingum hefur gengið öllu betur í upphafi móts, hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Vesturbæjarliðið á þó engar sértakar minningar frá Hásteinsvelli því KR hefur aðeins einu sinni unnið ÍBV í síðustu tíu deildarleikjum í Vestmannaeyjum.