KR-ingar höfðu betur gegn ÍBV á Hásteinsvellinum í dag en sigur þeirra verður seint talinn verðskuldaður. Eyjamenn voru á löngum köflum mun sterkari aðilinn, sérstaklega í seinni hálfleiks en enn tekst leikmönnum liðsins ekki að koma boltanum í netið. Lokatölur urðu 0:1 og kom sigurmarkið 87. mínútu. Virkilega svekkjandi fyrir leikmenn ÍBV en KR-ingar geta hrósað happi.