Heiðlóa hefur verpt í Surtsey, í fyrsta sinn að því er talið er. Þá hafa hungangsflugur tekið sér bólfestu í eynni en þeirra hefur ekki orðið þar vart áður. Þetta kom í ljós í Surtseyjarleiðangri í síðustu viku. Leiðangurinn var farinn til að setja upp sjálfvirka veðurstöð í eynni sem skrásetja mun veðurfarið árið um kring.