Í gærkvöldi lék KFS í 1. umferð VISA bikarsins en Eyjamenn sóttu þá nágranna sína í KFR heim á Hvolsvöll. Um hörkuleik var að ræða en Eyjamenn komust yfir strax á 16. mínútu með marki Ívars Róbertssonar en heimamenn jöfnuðu ellefu mínútum síðar. Það var svo Egill Jóhannsson sem kom KFS áfram með marki á 66. mínútu og lokatölur urðu 1:2.