Sex Eyjamenn skipuðu landslið lögreglumanna sem gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í íþróttinni um síðustu helgi. Íslenska liðið lagði Dani að velli 28:27, eftir að hafa verið 20:25 undir á lokakaflanum. Þá lagði íslenska liðið einnig Norðmenn að velli 26:25 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska liðið fagnar sigri í mótinu. Það er ekki síst því að þakka hversu mikill fjöldi Eyjamanna spilaði með liðinu.