Nú eftir um það bil hálftíma hefst fimmti leikur ÍBV í sumar þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. Eins og flestir vita hefur ÍBV farið afar illa af stað á Íslandsmótinu, liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum, ekki skorað mark og er neðst í deildinni. Sigur í kvöld gæti þó létt brúnina á stuðningsmönnum liðsins sem flestir bíða spenntir bæði eftir fyrsta markinu og fyrsta stiginu.