Forsvarmenn Nautilus og sveitarfélagsins Rangárþings ytra skrifa undir samkomulag um opnun Nautilus heilsuræktar í dag klukkan 11. Heilsuræktin verður í húsnæði sundlaugarinnar á Hellu og verður áttunda heilsurækt Nautilus hér á landi. Nýverið var opnuð Nautilus heilsurækt á Selfossi og einnig er Nautilus heilsurækt í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.