Í gærkvöldi var haldið vetrarlokahóf ÍBV-íþróttabandalags og var bæði félagsmönnum og leikmönnum boðið til veislunnar. Hápunktur kvöldsins er ávallt verðlaunaafhending íþróttafólksins eftir veturinn og veita Fréttir efnilegasta íþróttafólkinu Fréttabikarinn svokallaða. Kristrún Hlynsdóttir varð fyrir valinu í kvennaflokki en Vignir Stefánsson í karlaflokki en bæði þykja þau afar efnileg í handbolta.