Varnarmaðurinn undi Eiður Sigurbjörnsson, sem hefur fengið verðskuldað tækifæri með ÍBV liðinu í sumar, var í morgun valinn í leikmannahóp U-21 árs landsliðs Íslands en liðið leikur gegn Dönum ytra næstkomandi föstudag. Eiður skrifaði undir þriggja ára samning hjá ÍBV í morgun um leið og honum var tilkynnt að hann væri á leið til Danmerkur.