Stelpurnar í meistaraflokki byrja tímabilið heldur betur vel en í gær léku þær sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Tindastóll/Neisti fyrir norðan. IBV stúlkur sigruðu 11-0 eftir að staðan í hálfleik var 8-0 Þórhildur Ólafsdóttir gerði 4. Kristín Erna 3. Thelma 2. Sóley 1 og Laura East 1. IBV varð fyrir áfalli í lok fyrri hálfleiks þegar Becky Merritt nýr leikmaður frá Crystal Palace meiddist á ökla eftir ljóta tæklingu norðanstúlkna.