Á sunnudaginn næstkomandi verða stórtónleikar í Höllinni þegar Dúndurfréttir leika fyrir bjargvætti landsins, sjómenn Íslands, fjölskyldur þeirra og aðra sem vilja njóta. Sveitin leikur lög rokkgoðanna í Led Zeppelin og Deep Purple og hefur hlotið mikil lof fyrir frammistöðu sína. Auk þess verður Sóldögg með ball í Höllinni á laugardagskvöldið og boðið upp á tónlistaratriði á Volcano Café bæði fimmtudag og föstudag. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan.