Bubbi Morthens mun semja og flytja Þjóðhátíðarlagið í ár en Þjóðhátíðarnefnd hefur samið við stórsveitina Egó um að spila á Þjóðhátíðinni. Egó mun svo flytja lagið en Bubbi er að sjálfsögðu söngvari sveitarinnar. Búast má við því að nýtt Þjóðhátíðarlag verði sett í spilun í lok þessa mánaðar.