Á morgun, fimmtudaginn 4. júní, verður boðað til borgarafundar um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar í Höllinni í Vestmannaeyjum. Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 13:20, en húsið opnar kl. 13:00. Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir fundinum með aðstoð Vestmannaeyjabæjar og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Eyjafréttir heyrðu í Hrafni Sævaldssyni, verkefnisstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, en hann hefur stjórnað undirbúningi og framkvæmd fundarins.