Nokkur íslensk skip hafa undanfarið leitað að síld í norsk-íslenska síldarstofninum norðan Jan Mayen en leit hefur gengið illa. Meðal skipa sem hafa verið á svæðinu er Álsey VE, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja en skipstjóri um borð er Ólafur Einarsson. Leit norðan Jan Mayen gekk það illa að Álsey hefur fært sig sunnar á bóginn og er nú komið á partroll með öðru Ísfélagsskipi, Júpíter.