Í dag fór fram málþing um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar í Höllinni í Vestmannaeyjum en þingið var afar vel sótt og urðu fjörugar umræður í lok þingsins. Átta aðilar sem tengjast sjávarútvegi fluttu áður framsögur, m.a. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinulífsins, Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona og Eyrún Sigþórsdóttir, sveitastjóri Tálknafjarðahrepps.