Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er komið út en blaðið hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í hátíðahöldum Sjómannadagsins í Eyjum. Blaðið hefur alltaf verið efnisríkt og fjölbreytt og er engin undantekning á því í ár. Meðal efnis er umfjöllun um heilsuátak áhafnarinnar á Álsey VE og bloggsíður áhafna þar sem rætt er við Gylfa Birgisson, sem kom upp einni fyrstu bloggsíðu skipa hér á landi.