Það hefur verið frekar lítill tími til að blogga að undanförnu, en margt er búið að gerast. Er búinn að róa fjórum sinnum og fiskað liðlega 10 tonn. Var í sjóstönginni um síðustu helgi í sennilega eitthverju besta veðri í sjóstöng í mörg ár, enda var fiskiríið ágætt. Sjómannadagshelgin hins vegar fór í beitningu hjá mér, enda þurfa leiguliðar að vinna helst alla daga til þess að dæmið gangi upp.