Gríðarlega góð þátttaka var í Golfmóti Sparisjóðs Vestmannaeyja og VÍS sem fram fór á laugardaginn. Veðrið var einstaklega gott og áttu margir golfararnir sem komu af meginlandinu vart orð til að lýsa hrifningu sinni á öllum aðstæðum. Spilað var til verðlauna um 1-3 sæti í punktakeppni. Þá voru einnig nándarverðlaun, dregin út skorkort, teiggjafir og síðann voru veitt verðlaun fyrir besta skor.