Nokkuð meira var að gera hjá lögreglu þessa vikuna en þá síðustu. Nokkur erill var í kringum skemmtanahald tengt Sjómannadagshelginni en margt fólk var í bænum og margir að skemmta sér. Var talsverð ölvun á fólki og mörg af verkefnum lögreglu tengd því. Var m.a. kvartað yfir samkvæmishávaða frá íbúðum í bænum, ofurölvi fólki komið til síns heima, átök milli manna stöðvuð o.s.frv.