Í vefútgáfu Frétta birtist í morgun mikil furðufregn um ferð starfsfólks heilbrigðisstofnunar í Bakkafjöruhöfn. Þar kom fram að þetta ágæta fólk telur sig hafa verið fyrst til að fara inn fyrir hafnargarða Bakkafjöruhafnar og fylgir frásögninni hverjir hafi verið með í för og einnig að meðferðis hafi verið tveir hundar, þó nöfn þeirra vanti.